Pestósnúðar

Pestósnúðar

100 ml volgt vatn

1 msk sykur

2 tsk þurrger

250 g hveiti

1 egg

½ tsk salt

3 msk olía

Fylling:

1 krukka pestó

100 g rifinn mozzarella

Byrjið á að leysa gerið upp í volggu vatni ásamt sykri. Leyfið blöndunni að standa í 5-10 mínútur.

Blandið gerblöndunni saman við hveiti, saltt, egg og olíu og hnoðið þar til deigið er slétt og sprungulaust.

Leyfið deiginu að hefast í 40 mínútur á volgum stað eða þar til það hefur tvöfaldast að stærð.

Fletjið deigið út í 40x 30 cm ferning. Smyrjið pestói á deigið og stráið rifnum osti yfir. Rúllið deiginu upp frá langhliðinni upp í þétta rúllu. Skerið rúlluna í 12 sneiðar og raðið á bökunarpappírs klædda plötu.

Setjið snúðana í kaldan ofninn og stillið á 100°c. Látið snúðana hefast í 20-30 mínútur og hækkið síðan hitann í 190°c. Bakið snúðana í 10-12 mínútur eða þar til þeut eru farini að taka gylltan lit í kantana.