Smjörkrem

Smjörkrem

100 g smjör eða smjörlíki

2-3 dl flórsykur

1 tsk vanilludropar

Smjörið á að vera mjúkt en alls ekki bráðið. Best er að taka smjörið úr ísskápnum nokkru áður en unnið er með það.

Setjið flórsykurinn út í smjörið ásamt vanilludropum og hrærið vel saman.

Ef kremið er of þykkt má þynna það út með örlítilli mjólk.

Það má setja nokkra dropa af matarlit út í kremið.

Ef ætlunin er að gera súkkulaðikrem má nota bökunarkakó eða jafnvel bræða súkkulaði og hræra saman við kremið.